 Haldið þið ekki að ég hafi hitt ítalska stelpu í dag í þeim tilgangi að tala frönsku. Það gekk nú hálf brösuglega enda hefur franskan verið í 5 ára dvala. Dagurinn í dag fór þ.a.l. í að undirbúa mig með málfræðiæfingum og frönskum smásögum (mér finnst reyndar ekkert "smátt" við þær). Frönskukennslan gekk samt ágætlega og tókst okkur að tala í rúman klukkutíma, held að danskt orð hafi "bara" sloppið með í svona fjórða hverju orði. Vá það er eins og maður þurfi að snúa heilanum á hvolf til að skipta svona á milli. Því miður get ég ekki hitt þessa stelpu mikið oftar í sumar þar sem hún verður ekki á landinu og auglýsi hér með eftir nýjum frönsku-buddy. Eru ekki yfirgnæfandi líkur á að frönskumælandi Árósarbúi lesi bloggið mitt ;-)
Hjá mér samanstendur helgin af fimm hlutum: ritgerð, Nikolaj & Julie, date (út að borða & bíó) með Grétari annað kvöld og út að hlaupa í góða veðrinu. Bon weekend og farið varlega í sólinni :-) |