|
Ljósálfur
|
 Það er enginn eins sniðugur og hann pabbi minn og enginn sem kemur mér eins oft til að brosa eins og hann =) Um daginn þegar hann varð 49 ára þá sagði ég við hann að nú þegar það væri bara eitt ár í að hann yrði fimmtugur, virðulegur, miðaldra maður yrði hann að nota þetta síðasta "forty-something" ár vel og helst gera eitthvað svolítið "sérstakt". Hann tók mig á orðinu og ákvað að taka upp millinafnið Ljósálfur ;-)
Hann byrjaði að nota nafnið Ljósálfur sumarið 2001 þegar hann ákvað að senda öllum börnum sem hann þekkti smá sumarglaðning. Einu sinni í viku um sumarið fengu börnin föndrað kort sem var bútur úr smásögu um regnbogalitina. Öll kortin voru frá einhverjum Ljósálfi þannig að börnin vissu ekkert hver var að senda þeim. Hann föndraði alls hundruðir korta og í lok sumars eftir að öll börnin höfðu fengið síðasta kortið var þeim boðið í regnbogapartý og upp komst um Ljósálf. Einnig hefur það verið Ljósálfur sem hefur sent um 340 manns ljóð í upphafi hverrar viku síðan haustið 2001. Þannig að pabbi ákvað bara að taka upp formlega nafnið og jafnvel að halda nafnaveislu ;-) Já hann er svo sannarlega mikill gleðigjafi og ljósberi hann Vignir Ljósálfur. |
|
| |