 Yndislega frábær löng helgi að líða undir lok. Begga frænka og Pétur skelltu sér í heimsókn til okkar Árósarbúa á fimmtudaginn og voru í 2 nætur. Alveg ótrúlega gaman, enda brilliant fólk þar á ferð! Mikið spjallað, kaffihúsast, djammað, góður matur og fínir drykkir ;-) Búin að setja inn fullt af fyndnum og flottum myndum. Takk fyrir komuna elskurnar!
Annars vorum við að koma úr afmælisveislu Einars Kára, 5 ára flottur gæji. Þvílík dýrðarveisla, held ég verði södd út vikuna. Svo mikið búið að vera um að vera að ritgerðin hefur aðeins setið á hakanum, ætli hvítasunnuhelgin verði ekki að vera off limits til að bæta upp fyrir þetta ljúfa líf að undanförnu ;-) PS. Treysti á að Grétar bloggi í smáatriðum um fínu súkkulaðikökuna sem frúin bakaði handa honum á afmælisdaginn, já ég segi það og skrifa, ég bakaði! Do you believe it...hehe |