Frábær Eurovision helgi búin, ég er að verða svona ekta evróvision nörd og er bara þokkalega stolt af því. Ok ekkert rosalega stolt af því. Rosa gaman hjá Tótu og Gumma á laugardaginn og enduðum við öll með jafn mörg stig eftir að hafa giskað á 5 efstu sætin. Því allir eru jafningjar ;-)Bara skemmtilegt að heyra fólk í fjölmiðlum og annars staðar kvarta yfir því að Austurblokkin gefi hvor öðru stig þegar við Skandinavarnir erum alveg eins ;c)
Nú er bara engin skemmtun á dagskrá á næstunni, bara endalaus ritgerðarvinna framundan. Æi jú fyrir utan Star Wars annað kvöld. Ætli hafi eitthvað ræst úr leiklistarhæfileikum "Anakin Skywalkers" síðan síðast? |