Já held bara að föstudagurinn þrettándi hafi ákveðið að flytja sig yfir á laugardaginn í þetta sinn. Ég ætlaði að vera sniðug og læðast fram úr í morgun til að undirbúa breakfast in bed fyrir drenginn. Þegar ég var búin að hlaða diskum með brauðsneiðum, morgunkexi og öllu tilheyrandi á bakkann tekur bakkinn sig til og rennur fram af eldavélinni og flamm! Allt í gólfið, mölbrotið og út um allt :-/ Grétar auðvitað hrekkur upp og kemur hlaupandi inn í eldhús, damnit! Er hægt að vera meiri illi? Ég skipaði honum bara aftur uppí rúm og gerði allt upp á nýtt ;-) úff vona að þetta sé ekki byrjunin á erfiðum degi tíhí. |