Verð nú að bætast í hóp þeirra sem blogguðu um Eurovision í dag eða Easternvision kannski frekar ;-) Mér finnst þetta allt saman frekar fyndið. Evrópusambandið rýkur til austurs og Eurovision fylgir á eftir (eða var það kannski öfugt) og allir í Austurblokkinni orðnir svo miklir vinir. Á meðan gleymist litla eyjan í Norðri sem enginn þekkir og Selmita er send heim. Já þrátt fyrir rass-skellinguna sem þjóðarrembingurinn í okkur fékk í gær þá skemmtum við okkur stórvel í Europartýi með Tjörva, Önnu, Geir, Lindu og fleiri kempum. Öll lukkuleg með það að Jakob Bauni & Wig Wam komust áfram :-) Annað kvöld verður svo næsta Europartý hjá Tótu og Gumma og erum við auðvitað spennt, enda búin að svíkja lit og færa þjóðarrembinginn eilítið austur fyrir Atlantshaf. Come on, come on, come oooon, vote for Wig Wam & Dene, love is all ooooover me trallalala. |