Ég virðist alltaf blogga mest þegar ég á alls ekki að eyða tíma mínum í þetta blogg hmmhaaa af hverju ætli það sé? Annars er heimilisástandið slappt þessa dagana, húsbóndinn með hita og hálsbólgu og ég krossa putta um að flensan horfi framhjá mér. Það hjálpaði ekkert svakalega held ég þegar ég tannburstaði mig óvart með tannburstanum hans í gær! Great. Vegna veikindanna gátum við ekki farið á Star Wars, allt í volæði!;-)
Annars hafa plön okkar breyst aðeins þar sem ég fer til Strassborg í september en ekki í janúar eins og upphaflega stóð til. Ég hef því minni tíma til að rifja upp frönskuna og mikil ritgerðarvinna eftir, úps. Getur einhver fundið indælan og málglaðan Frakka sem býr í Árósum sem væri til í kjafta við mig á frönsku einu sinni í viku?? |