
|
Change of plans
|
Ég virðist alltaf blogga mest þegar ég á alls ekki að eyða tíma mínum í þetta blogg hmmhaaa af hverju ætli það sé? Annars er heimilisástandið slappt þessa dagana, húsbóndinn með hita og hálsbólgu og ég krossa putta um að flensan horfi framhjá mér. Það hjálpaði ekkert svakalega held ég þegar ég tannburstaði mig óvart með tannburstanum hans í gær! Great. Vegna veikindanna gátum við ekki farið á Star Wars, allt í volæði!;-)
Annars hafa plön okkar breyst aðeins þar sem ég fer til Strassborg í september en ekki í janúar eins og upphaflega stóð til. Ég hef því minni tíma til að rifja upp frönskuna og mikil ritgerðarvinna eftir, úps. Getur einhver fundið indælan og málglaðan Frakka sem býr í Árósum sem væri til í kjafta við mig á frönsku einu sinni í viku?? |
|
Normal Life
|
Frábær Eurovision helgi búin, ég er að verða svona ekta evróvision nörd og er bara þokkalega stolt af því. Ok ekkert rosalega stolt af því. Rosa gaman hjá Tótu og Gumma á laugardaginn og enduðum við öll með jafn mörg stig eftir að hafa giskað á 5 efstu sætin. Því allir eru jafningjar ;-)Bara skemmtilegt að heyra fólk í fjölmiðlum og annars staðar kvarta yfir því að Austurblokkin gefi hvor öðru stig þegar við Skandinavarnir erum alveg eins ;c)
Nú er bara engin skemmtun á dagskrá á næstunni, bara endalaus ritgerðarvinna framundan. Æi jú fyrir utan Star Wars annað kvöld. Ætli hafi eitthvað ræst úr leiklistarhæfileikum "Anakin Skywalkers" síðan síðast? |
|
Eastern-vision
|
Verð nú að bætast í hóp þeirra sem blogguðu um Eurovision í dag eða Easternvision kannski frekar ;-) Mér finnst þetta allt saman frekar fyndið. Evrópusambandið rýkur til austurs og Eurovision fylgir á eftir (eða var það kannski öfugt) og allir í Austurblokkinni orðnir svo miklir vinir. Á meðan gleymist litla eyjan í Norðri sem enginn þekkir og Selmita er send heim. Já þrátt fyrir rass-skellinguna sem þjóðarrembingurinn í okkur fékk í gær þá skemmtum við okkur stórvel í Europartýi með Tjörva, Önnu, Geir, Lindu og fleiri kempum. Öll lukkuleg með það að Jakob Bauni & Wig Wam komust áfram :-) Annað kvöld verður svo næsta Europartý hjá Tótu og Gumma og erum við auðvitað spennt, enda búin að svíkja lit og færa þjóðarrembinginn eilítið austur fyrir Atlantshaf. Come on, come on, come oooon, vote for Wig Wam & Dene, love is all ooooover me trallalala. |
|
Laugardagurinn þrettándi
|
Já held bara að föstudagurinn þrettándi hafi ákveðið að flytja sig yfir á laugardaginn í þetta sinn. Ég ætlaði að vera sniðug og læðast fram úr í morgun til að undirbúa breakfast in bed fyrir drenginn. Þegar ég var búin að hlaða diskum með brauðsneiðum, morgunkexi og öllu tilheyrandi á bakkann tekur bakkinn sig til og rennur fram af eldavélinni og flamm! Allt í gólfið, mölbrotið og út um allt :-/ Grétar auðvitað hrekkur upp og kemur hlaupandi inn í eldhús, damnit! Er hægt að vera meiri illi? Ég skipaði honum bara aftur uppí rúm og gerði allt upp á nýtt ;-) úff vona að þetta sé ekki byrjunin á erfiðum degi tíhí. |
|
Sunny Sunshine
|
 Nú er blessuð blíðan trallalala. Æðislegt veðrið og sumarið á næsta leyti. Helgin uppfull af lærdómi og kannski einhver cozykvöld inn á milli ef maður á það skilið. Kannski ég drífi mig út að hlaupa til að fá eitthvað sólar-contact. Er að pæla í að gerast liðugri en ég er. Fyrir 6 árum komst ég í splitt (eða var það spíkat) kannski ætti maður að freista gæfunnar á ný hérna á stofugólfinu.
Í gær kíktu Inga og Árni í heimsókn, strákarnir kíktu í pool og við stelpurnar kíktum í stelpuchatt ;-) Frábært að sjá þau, en þau fara að kveðja Árósa bráðum þannig að það var komin tími til að hittast. Jæja ætla að fara útbúa cappuccino bolla. Góða helgi og gangið bein í baki inn um gleðinnar dyr. |
|
Zoolander helgin mikla
|
 Yndislega frábær löng helgi að líða undir lok. Begga frænka og Pétur skelltu sér í heimsókn til okkar Árósarbúa á fimmtudaginn og voru í 2 nætur. Alveg ótrúlega gaman, enda brilliant fólk þar á ferð! Mikið spjallað, kaffihúsast, djammað, góður matur og fínir drykkir ;-) Búin að setja inn fullt af fyndnum og flottum myndum. Takk fyrir komuna elskurnar!
Annars vorum við að koma úr afmælisveislu Einars Kára, 5 ára flottur gæji. Þvílík dýrðarveisla, held ég verði södd út vikuna. Svo mikið búið að vera um að vera að ritgerðin hefur aðeins setið á hakanum, ætli hvítasunnuhelgin verði ekki að vera off limits til að bæta upp fyrir þetta ljúfa líf að undanförnu ;-) PS. Treysti á að Grétar bloggi í smáatriðum um fínu súkkulaðikökuna sem frúin bakaði handa honum á afmælisdaginn, já ég segi það og skrifa, ég bakaði! Do you believe it...hehe |
|
Afmælisprins
|
 Til hamingju með afmælið ástin mín! Þú ert sko langsætasti nútímaprinsinn (með sverð, kjuða og gsm síma!) :c) |
|
|
|