Nýjar myndir smellið hérna :c) Í gær fórum við í mat til Tótu og Gumma, mikið spjallað og mikið hlegið. Við höfðum svo mikið að tala um að það voru ennþá umræðu-afgangar þegar við fórum eftir rúmar 6 klst hjá þeim! Þarf greinilega nokkra hittinga til að bæta upp fjarveruna síðustu vikur hehe. Takk fyrir frábært kvöld!
Í kvöld erum við að fara að hitta Helgu Björt og Ingabjörn. Ætlum út að borða saman eftir smá fordrykk hjá þeim og bralla svo eitthvað skemmtilegt. Hlökkum mikið til.. En fyrir utan allt þetta skemmtilega fólk þá er líka slatti heimildalestur og ekkert sofið út nei nei. Góða helgi! |