 Virkilega góð helgi að líða undir lok, náðum að koma ýmsu í verk, lærdómur og þrif vúhú! Í gær kíktu Inga og Árni á okkur í spjall og Friends spil, þetta spil er algjört æði, maður er nánast hlæjandi allan tímann. Það besta var samt þegar Inga var orðin svo spennt að hún leit á Grétar og sagði "Chandler þú átt að gera". Ég ætlaði ekki að geta hætt að hlæja að þessu :-) Kannski passar þetta bara ágætlega, grínistinn Grétar sem Chandler og smámunasama, þrifóða Karen sem Monica hahaha =) |