ég vaknaði á undan vekjaraklukkunni í morgun! Húrra fyrir mér ;-) En á þessum bæ er vaknað snemma á hverjum degi núna, nema kannski á morgun þar sem við erum á leiðinni í fjörið í kvöld. Fyrsta grill-kokktaila-partý ársins hjá Gumma og Tótu yey! Hlökkum mikið til enda verður fullt af skemmtilegu fólki á svæðinu - og Karenínu finnst langbest að fá sér kokktail, grillaðan kjúlla og Breezer með góðu fólki. Húrra fyrir því. Stefnum á að vera dugleg með myndavélina, sýnist nefnilega fólk vera nokkuð öflugt í að kíkja á myndasíðuna, ekkert nema gott um það að segja.
Í gær voru rólegheit eftir að við lögðum bækurnar frá okkur, horfðum á Alexander. Fannst sú mynd bara EKKI sérstök, langdregin og eiginlega meiri ónákvæm heimildarmynd um afrek hins unga kóngs heldur en stórmynd. Í þessum flokki hafði Troy vinninginn, og Brad Pitt betri í að leika mikilmenni heldur en Colin Farrell. En óneitanlega eru þeir báðir sæmileg augnakonfekt hehe ;-) |