Sumarið er formlega komið, ég yrði samt alls ekkert ósátt ef sumarveðrið myndi aðeins láta bíða eftir sér! En hey, maður ætti varla að óska sér einhvers sem ekki er hægt að stjórna. Hér er bara vinna alla daga, þessi mastersritgerð alveg stórfengleg skemmtun hmmm haaa. Annars er náin framtíð aðeins farin að skýrast hjá okkur, flytjum örugglega heim í haust og ég flyt svo til Strassborg í janúar og verð hjá utanríkisþjónustunni í 6 mánuði :-) Nú er bara að grafa djúpt ofan í heila og finna alla frönskuna sem átti einu sinni heima þar ;-) Ca serai superbe!
Síðasta helgi var með eindæmum róleg og þá er um að gera að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Annað kvöld er Tour des Chambres (sem er einmitt franska og þýðir ferð um herbergin hehe). Þetta verður GEGT MEEGNUM stemning svo ég vitni nú í litlu systur. Á sunnudaginn er svo brunch hjá Önnu og Tjörva, brilliant! Bon weekend!
PS. Setti inn myndir frá Saybia & Amalgam tónleikunum, svo menningarleg! |