
|
Freaky Friday
|
Sumarið er formlega komið, ég yrði samt alls ekkert ósátt ef sumarveðrið myndi aðeins láta bíða eftir sér! En hey, maður ætti varla að óska sér einhvers sem ekki er hægt að stjórna. Hér er bara vinna alla daga, þessi mastersritgerð alveg stórfengleg skemmtun hmmm haaa. Annars er náin framtíð aðeins farin að skýrast hjá okkur, flytjum örugglega heim í haust og ég flyt svo til Strassborg í janúar og verð hjá utanríkisþjónustunni í 6 mánuði :-) Nú er bara að grafa djúpt ofan í heila og finna alla frönskuna sem átti einu sinni heima þar ;-) Ca serai superbe!
Síðasta helgi var með eindæmum róleg og þá er um að gera að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Annað kvöld er Tour des Chambres (sem er einmitt franska og þýðir ferð um herbergin hehe). Þetta verður GEGT MEEGNUM stemning svo ég vitni nú í litlu systur. Á sunnudaginn er svo brunch hjá Önnu og Tjörva, brilliant! Bon weekend!
PS. Setti inn myndir frá Saybia & Amalgam tónleikunum, svo menningarleg! |
|
Á sumardaginn fyrsta
|
 Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir liðinn vetur! :o)
Sólargeislinn Þú sólargeisli, sem gægist inn, og glaður skýst inn um gluggann minn. Mig langar svo til að líkjast þér og ljósi varpa á hvern sem er. |
|
My friends
|
 Virkilega góð helgi að líða undir lok, náðum að koma ýmsu í verk, lærdómur og þrif vúhú! Í gær kíktu Inga og Árni á okkur í spjall og Friends spil, þetta spil er algjört æði, maður er nánast hlæjandi allan tímann. Það besta var samt þegar Inga var orðin svo spennt að hún leit á Grétar og sagði "Chandler þú átt að gera". Ég ætlaði ekki að geta hætt að hlæja að þessu :-) Kannski passar þetta bara ágætlega, grínistinn Grétar sem Chandler og smámunasama, þrifóða Karen sem Monica hahaha =) |
|
Myndir
|
Var að skella inn myndum frá grillpartýinu síðustu helgi, tékk it tékk it. Annars er almenn gleði ríkjandi á heimilinu - hvað getur mögulega verið skemmtilegra en að berjast við heimildir og gagnaleit fyrir mastersritgerðina! Bara nóg að gera í þeim efnum....en guði sé lof að það koma helgar inn á milli svo það sé hægt að lyfta sér upp ;-) Reyndar koma helgarnar eiginlega aðeins OF OFT, er bara ekki að ná því hvað tíminn líður hratt! En planið þessa helgi er annars vegar lærdómur og kannski video í kvöld. Annað kvöld ætla svo Inga og Árni að kíkja í heimsókn. Aldrei að vita nema það verði tekið round í einhvers konar spilamennsku :-)
Í gærkvöldi tókum við smá forskot á helgarsæluna og kíktum í mat til Önnu og Tjörva, alveg meiriháttar gaman, takk fyrir okkur!!
Góða helgi esssskurnar.... |
|
God lørdag
|
ég vaknaði á undan vekjaraklukkunni í morgun! Húrra fyrir mér ;-) En á þessum bæ er vaknað snemma á hverjum degi núna, nema kannski á morgun þar sem við erum á leiðinni í fjörið í kvöld. Fyrsta grill-kokktaila-partý ársins hjá Gumma og Tótu yey! Hlökkum mikið til enda verður fullt af skemmtilegu fólki á svæðinu - og Karenínu finnst langbest að fá sér kokktail, grillaðan kjúlla og Breezer með góðu fólki. Húrra fyrir því. Stefnum á að vera dugleg með myndavélina, sýnist nefnilega fólk vera nokkuð öflugt í að kíkja á myndasíðuna, ekkert nema gott um það að segja.
Í gær voru rólegheit eftir að við lögðum bækurnar frá okkur, horfðum á Alexander. Fannst sú mynd bara EKKI sérstök, langdregin og eiginlega meiri ónákvæm heimildarmynd um afrek hins unga kóngs heldur en stórmynd. Í þessum flokki hafði Troy vinninginn, og Brad Pitt betri í að leika mikilmenni heldur en Colin Farrell. En óneitanlega eru þeir báðir sæmileg augnakonfekt hehe ;-) |
|
Myndir & helgin
|
Nýjar myndir smellið hérna :c) Í gær fórum við í mat til Tótu og Gumma, mikið spjallað og mikið hlegið. Við höfðum svo mikið að tala um að það voru ennþá umræðu-afgangar þegar við fórum eftir rúmar 6 klst hjá þeim! Þarf greinilega nokkra hittinga til að bæta upp fjarveruna síðustu vikur hehe. Takk fyrir frábært kvöld!
Í kvöld erum við að fara að hitta Helgu Björt og Ingabjörn. Ætlum út að borða saman eftir smá fordrykk hjá þeim og bralla svo eitthvað skemmtilegt. Hlökkum mikið til.. En fyrir utan allt þetta skemmtilega fólk þá er líka slatti heimildalestur og ekkert sofið út nei nei. Góða helgi! |
|
|
|