 Íslandsdvöl hefur greinilega ekkert sérlega uppörvandi áhrif á bloggið, kom varla nálægt tölvunni! En nú erum við Birta (tölvan okkar) sameinuð á ný og því um að gera að skrifa nokkrar línur. Það var meiriháttar á Íslandi og náðum við að bralla nánast allt sem var planað. Brúðkaup Kiddýar og Hjalta var ÆÐISLEGT og Grétar fór hamförum sem veislustjóri ;-) Kannski hann verði bara fyrsti brúðguminn sem er líka veislustjóri, held ég fái hann nefnilega til að vera veislustjóri í okkar brúðkaupi hehe
Einnig var gæsunin og stelpudjammið ógurlega alveg geggjað, mögnuð dansspor tekin á Hressó. Svo var tekinn nýstárlegur saumó hjá Rannveigu, fórum bara út að borða á Fridays í staðinn fyrir að elda mat, og svo var bland í poka nammi leiðangur í Snæland ummm =) Sæta múttan mín átti afmæli og læt ég fylgja með mynd frá afmælis-vorfagnaðinum....smá forsmekkur að þeim myndum sem koma von bráðar á netið. Eins og þið sjáið þá er ég aftur orðin almennileg "brunette" þökk sé Berglindi hágreiðslumeistara mínum. Svo voru ýmsar heimsóknir teknar með trompi og frábær frænkuhittingur á skírdag. Já og við erum með nokkra poka af páskaeggja-afgöngum! Takk fyrir samveruna öllsömul :-)  |