 Saybia tónleikarnir voru hreint út sagt ólýsanlegir. Jafnast ekkert á við svona tónleika, að finna bassann alla leið ofan í lungu, finna gólfið og veggina í kring titra, gæsahúðin þegar uppáhaldslagið var tekið. Sørens Huss og hans magnaða rödd verður áfram næstu vikurnar í hátölurunum......  |