Rosalega finnst mér pirrandi að fara út í búð og kaupa mjólk, í þeirri saklausu trú að öll mjólk á heimilinu sé búin....koma svo heim og finna 3 fullar fernur inní ísskáp = 5 fullar fernur sem allar renna út í næstu viku. Mætti halda að einhver annar versli inn á heimilið fyrir okkur af og til - smá misskilningur. Annars er ég hress eftir aldeilis fína helgi. Afslöppun & cozyheit og svo matarboð hjá Tótu & Gumma. Aldeilis skemmtilegt =) Á planinu eru svo Saybia tónleikar á fimmtudaginn vei vei. Erum að fara með Tjörva, Önnu, Geir og Lindu, hlökkum rosalega mikið til enda ÆÐISLEG hljómsveit. Þessa dagana er því Saybia upphitun í hátölurunum við hvert tækifæri.
Svo er líka á planinu hjá mér að rifja upp gömlu skokk-taktana frá París og fara að skokka annan hvern dag. Maður er nánast búinn að leggja hjólinu svona þegar það er engin ástæða til að fara í skólann. En vá hvað það væri fínt ef það myndi hlýna aðeins í veðri - þá LOFA ég að vera svakalega dugleg að skokka og hætta að horfa á sjónvarp. |