My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

þriðjudagur, mars 01, 2005

Komin heim í heiðardalinn. Milano var ÆÐISLEG. Vá hvað var meiriháttar gaman hjá okkur vinkonunum. Helgin flaug í toppsætið á topp-10 listann minn yfir bestu helgar ævinnar hehe. Hér kemur upptalning á öllu því helsta sem var brallað:

*Byrjaði ferðina í Köben hjá Beggu & Pétri. Það var alveg frábært að sjá þau og við höfðum það huggó með Dominos pizzu & hvítvín. Takk fyrir mig krúttin mín.
*Mættum allar á fimmtudaginn, ég og Hanna fundum hvor aðra alveg óvart á lestarstöðinni um hádegisleytið áður en Dröfn og Anna Heiða fundu okkur. Sara kom svo um kvöldið. Mikið var knúsast!! Við vorum varla að trúa því að það væri komið að þessu.
*Það var að sjálfsögðu endalaust kaffihúsast, a.m.k. tvisvar á dag.
*Versluðum aðeins, m.a.s. ÉG gat keypt mér nokkrar flíkur!
*Héldum nokkra saumaklúbba, enda var frá MJÖG mörgu að segja.
*Borðuðum gjörsamlega yfir okkur - pizza, ostar & kex í öll mál.
*Okkur var boðið í afmæli þar sem við fengum okkur appertivo og kokktaila :c)
*Fórum út að borða, nammi namm fengum dýrindis pastarétti og pizzur. Af hverju bý ég ekki á Ítalíu?! Fékk bestu pizzu sem ég hef nokkurn tíma smakkað, a la Napoli.
*Skoðuðum Duomo kirkjuna sem er 3.stærsta kirkja í heimi. Fórum upp á topp og sáum flotta útsýnið yfir Magnificent Milan.
*Hlógum svo mikið að ég þarf ekki að gera magaæfingar næsta árið...uhumm af því ég er almennt svo dugleg að gera magaæfingar.
*Fórum á djammið föstudags- og laugardagskvöld. Mikið kokktailast & staupast :c) Brilliant gaman. Kíktum á nokkra skemmtistaði og dönsuðum á afmörkuðum svæðum þar sem maður fékk leyfi til að standa hehe
*Á sunnudeginum var allsherjar bash-out, stelpuvideo og enn meira gúmmelaði borðað.
*Komumst að því að Dröfn gengur undir ýmsum nöfnum í Milano, m.a. D, Dee, Ati, Alessandra og fleira. Já maður tekur sko til sinna ráða ef nafnið er ekki alþjóðlegt ;c) Hún verður samt alltaf bara litla lukkutröllið okkar híhí
*Dönsuðum og hoppuðum villt og galið í stofunni við uppáhalds lögin =) Eins og ég hef alltaf sagt þá er "hopp" nauðsynlegur partur af tilverunni.

En eins og sumir vilja meina þá segja myndir meira en 307 orð - there are 88 of them :c)smellið hér. Takk elsku skvísurnar mínar fyrir bestu helgi EVER. Ég skemmti mér konunglega og það er eins gott að þetta verði endurtekið ;c) Posted by Hello

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009