Svei mér þá ef vorið er bara ekki á leiðinni, sól og heiðskír himinn, snjórinn að bráðna og hitinn að hækka. Yndisleg tilfinning að sjá veturinn líða hægt og rólega undir lok. Ég er alveg að fá leið á kakóbollum og kertaljósi. Af því tilefni tók ég hlaupaskóna fram í gær og spretti aðeins úr spori => big mistake, huge! Við erum að tala um öndunarerfiðleika, "stífkrampa" í öxlum, blóðbragð í munninn, skjálfandi vöðva => ég er sem sagt EKKI í sérlega góðu formi. Allt þetta álag og fyrir hvað spyr ég? Fyrir þvílíkar harðsperrur í dag, ég get varla hreyft mig! Æi það er svo sem ágætt að leggja á sig smá líkamlega þjáningu til að byggja upp úthald gegn þeirri sálrænu þjáningu sem fylgir því að skrifa mastersritgerð múhahahaha:c) Já gott fólk, lífið snýst allt um ákveðið jafnvægi. |