|
Smoochie smooch
|
 Já ég er löt í dag og alla aðra daga. Hvað gerist eiginlega í heilanum þegar maður klárar próf - allt í einu hef ég ekki einu sinni orku til að búa um rúmið man o man. Ég er ekki einu sinni byrjuð á Angels & Demons bókinni og öllum Economist blöðunum sem bíða eftir mér. Jæja ætli ég verði ekki að bíða eftir að fá algjört ógeð á aðgerðaleysinu, sjónvarpsglápinu og svefni hinna saklausu áður en ég kemst aftur í gírinn.
Síðasta helgi var alveg brilliant. Þvílík handbolta-og-matarveisla hjá Tjörva & Önnu á föstudaginn, takk fyrir okkur! Á laugardaginn hittum við Bigga & Dagbjörtu í bænum - fengum okkur kaffi og dýrindis belgískar vöfflur nammi namm. Um kvöldið var mexikano matarboð hjá Tótu & Gumma, mmmmm kærar þakkir fyrir okkur! Þetta var nú meira lostætið. Svo var að sjálfsögðu tekið Friends spil og ég þurfti m.a. að leika Phoebe að kyssa Gunther! :c)
Í gær kíktum við aðeins á útsölur, verslunaróði kærasti minn keypti 6 boli og eina peysu! Hittum svo Ingu og Árna og kíktum glorhungruð á Pizza Hut. Ákváðum svo að kíkja á Café Karenína (þar sem Grétar sæti þjónninn býr til kaffi og Karen býður uppá karamellu síróp). Að sjálfsögðu var líka tekið eitt Friends round - rosa gaman.
Tvær spurningar fyrir ykkur snúllurnar mínar:
1) Hvernig á prinsessu búningurinn minn að vera fyrir grímupartýið næstu helgi? Ætlaði mögulega að leigja búning en nei...það kostar bara morðfjár! Stelpurnar eiga sem sagt að vera prinsessur af því að Mary krónprinsessa á afmæli á laugardaginn hehe
2) Um hvað á ég að skrifa í mastersritgerðinni? Komið nú með nokkur juicy viðfangsefni takk ;c)  |
|
| |