Nú er eins gott að maður drattist upp af afturendanum og fari að gera eitthvað af viti. Það er alveg stórhættulegt að það sé ekkert deadline á þessari mastersritgerð - engin tímapressa! Aldrei að vanmeta tímapressu, nauðsynleg til að stressa mann af stað. Annars ekki hægt að segja annað en að við höfum nýtt tímann að undanförnu til að hitta vini - sem er auðvitað langskemmtilegasti tímaþjófurinn ;c) Biggi eyjapeyjinn okkar kom í mat í síðustu viku, frábært kvöld þar sem nokkur round í Friends spilinu voru tekin. Svo buðu Inga og Árni okkur í brunch á föstudaginn, alveg meiriháttar! Namm hvað var margt gómsætt á boðstólnum, takk fyrir okkur! Við skötuhjúin kíktum svo í stuttan Fredagsbar seinna um daginn með bekkjarbræðrum mínum.
Helgin var svo frekar róleg, kíktum til Ingu og Árna og horfðum á dönsku forkeppnina fyrir Eurovision. Mjög gaman og langbesta lagið komst áfram (reyndar voru flest lögin glötuð). Annars erum við með bíl Tótu og Gumma í láni þessa dagana á meðan þau eru á Íslandi, algjört æði að vera á bíl:c) Týpískt samt um leið og við fengum bílinn þá kom heavy snjókoma! Aldrei verið svona mikill vetur hérna síðan við fluttum hingað. Mikið er ég heppin að Grétari finnst svona gaman að skafa hehe ;-) |