Jæja ég ráðlegg þeim lesendum sem eru jákvæðir og bjartsýnir að eðlisfari að lesa ekkert bloggið á komandi vikum. Hins vegar þeir sem eru almennt neikvæðir og nöldurgjarnir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hér hehe...ó man hvað ég er ekki að meika próflestur! Síðustu dagar hafa verið gjörsamlega vonlausir og upphafs-próflestur gengur hægt. Erfiðustu prófin eru í næstu viku og ég á eftir að læra svo mikið auk þess að klára ritgerð. Ef þetta væru ekki síðustu háskólaprófin mín þá væri ég hætt í skóla í alvöru ;c)
Ok svona til að skrifa um eitthvað fallegt þá voru áramótin hér í Arhus alveg meiriháttar. Það var agalega gaman hjá Tótu og Gumma, takk fyrir okkur! Flottir flugeldar og setið langt fram á nótt með skemmtilegu fólki :c) Á nýársdag var svo dvd-maraþon, horfðum á Return of the King og Harry Potter 3. Mjööööög nice. Við setjum svo væntanlega fullt af cool myndum úr jólafríinu þegar prófin eru búin....sem sagt eftir heila eilífð buhu. Þangað til næst. |