Ég sit hér á Frakkastígnum með sætu kettlingana mína sem eru algjörir glæpakettir ;c) Frekar mikið hressir og bíta mann í puttann þegar maður er að stríða þeim. Er að spá í að smygla einum eða tveimur ofan í jólahúfu sem færi ofan í ferðatöskuna mína. Alveg frábært að vera komin til landsins og hitta allar snúllurnar mínar. Á reyndar eftir að hitta marga, enda þónokkrir ekki ennþá komnir til landsins. Næsta vika verður held ég alveg brjúluð, þetta verður spurning um að nýta hvern klukkutíma! Er einhver sem er laus að hitta mig milli 7-8 þriðjudagsmorgun he he he grín.
Jólasveinarnir sem ég og Grétar gerðum díl við hafa verið óvenju örlátir síðustu nætur, ég fékk dvd myndina About a Boy í morgun!! Yey. Dvd myndir greinilega vinsælar hjá Jóla þetta árið þar sem Grétar fékk Spiderman nóttina þar áður. Held svei mér þá að Jóli þurfi að gefa okkur nýja hillu undir þetta allt saman.
Annars er bara verið að föndra jólakort, kaupa jólagjafir, hitta jólafjölskyldur- og vini. Mikið fjör og mikið gaman. Að lokum: jólaknús |