So sorry man, bloggið hefur alveg verið neðst á to-do listanum mínum síðustu vikur. Vá hvað maður hefur verið busy. Ritgerð, lestur, hitta vini, undirbúa jólin, hlusta á jólalög, kveikja á kertum. Ég er nánast búin að gera allt nema að elda matinn, thank god fyrir frosnar pizzur ;c) Ég fór sl. þriðjudag að öllum líkindum í minn síðasta fyrirlestur í háskóla. Ég held allavega að það hafi pottþétt verið í síðasta skipti sem ég hjóla í fyrirlestur í háskóla! Mikið var það ljúft. Það eina sem ég hef fengið meira nóg af en frosnar pizzur er háskólanám! En þetta er reyndar ekki nálægt því að vera búið, próf í janúar og mastersrannsókn næstu 6 mánuði þar á eftir. Versta uppfinning Dana er án efa að hafa próf í janúar. En Pollýanna minnti mig samt á að þetta er svo sem ágætis nýting á janúar mánuði-sem oftast fer í að eiga engan pening og pirrast yfir því að jólin, afmælið mitt og áramótin séu BÚIN - allt í senn! Einnig nær maður að njóta jólanna allan desember mánuð og fær nógan tíma í að undirbúa =)
En pabbi minn er kominn til okkar, sem er það besta og skemmtilegasta í heimi. Við jólumst saman í bænum og kaupum fullt af glingri! Hlaupum út á bensínstöð kl. 23.15 til að kaupa kók og nammi og horfum á dvd fram á miðja nótt. Förum á jólamarkaði og drekkum jólaglögg og skrifum jólakort.
Annars er heimferð eftir 3 daga og við þurfum að vakna svona hálf 5 mánudagsmorgun, ó men! Hlökkum mikið til að koma heim og ætla ég að knúsa alla svona 10 sinnum í hvert skipti sem ég hitti þau. Ég verð með sama símanúmer og ég hef alltaf verið með. Hafið það gott og please - ekki fara yfir um fyrir jólin. |