Home again. Já svona leið nú tíminn hratt, skyndilega jólafríið á enda komið og við aftur orðnir baunar. Það var æðislegt að koma heim til Íslands og sjá allt þetta yndislega fólk. Ekki laust við að ég hafi verið oggupínu aum í gærkvöldi ;) Takk fyrir frábærar samverustundir, jóla- og afmæliskveðjur og allar gjafirnar. En það er að sjálfsögðu gott að vera komin aftur "heim" í litlu íbúðina okkar. Kollegið tók að sjálfsögðu vel á móti okkur, stuttu eftir að við komum var okkur boðið í gamlársdags-frokost hjá Morten. Við vorum rétt í þessu að koma þaðan, Danirnir voru sko byrjaðir að drekka rammsterka kokkteil-drykki og klukkan bara 1!
Okkur hlakkar annars mikið til að upplifa áramótin hér í Arósum með okkar uppáhalds Tótu og Gumma. Í fyrsta og eflaust eina skiptið sem við hjólum í áramótadressinu :c)
Ég vona að þið hafið öll átt yndisleg jól í faðmi ástvina. Gleðilegt nýtt ár og ástarþakkir fyrir liðin ár. |