Enn og aftur komin helgi, tíminn líður alveg asnalega hratt og í dag er einmitt mánuður þangað til við höldum heim í "jólafrí". Eiginlega allt of stuttur tími ef ég miða við "to-do" listann minn fram að því. Ritgerðarvinna og mikill lestur á dagskrá. En síðustu helgi voru tengdapabbi og litla mágkona í heimsókn, það var alveg brilliant. Við höfðum það agalega hyggeligt, fórum oft á kaffihús, versluðum, fórum geggjað flott út að borða, keyrðum til Grenaa og í sumarhöllina, pössuðum Einar og Guðna, spiluðum Yatzy og Trivial Pursuit (ég vann alltaf! hehe) og fleira. Eitt mesta stuðið var þegar við fórum niður í bæ til að verða vitni að komu jólabjórsins. Leituðum í bænum að Tuborg trukknum, hlupum svo á eftir honum þegar við fundum hann. Úr honum komu dansandi Tuborg jólasveinar syngjandi "Julebryg, julebryg" og inn á öllum stöðum var dúndrandi jólatónlist. Mjög skemmtileg hefð :c) Takk fyrir komuna og takk fyrir okkur!
Annars er skemmtilegt kvöld framundan...Helga Rún vinkona er mætt til Árósa og afmælisfagnaður í kvöld í tilefni af afmælinu hennar Ingu :c) Helga, Inga og Árni mæta til okkar í fordrykk og svo verður farið niður í bæ að fá okkur eitthvað að borða og á eitthvað skrall. Eigið góða helgi y'all og passið ykkur á bílunum.
PS. Hrísla, kisa pabba og Marteins, átti 5 kettlinga um daginn, ó man hvað þeir eru sætir. Ég mun eflaust dissa allt annað í jólafríinu bara til að knúsa kettlingana (og pabba minn). So you know where to find me ;c) |