Anna Heiða: Det var brennevin i flasken da jeg kom... og er enn i flasken...
Karen: Þó svo að Heidung reyndi oft að tæma hana! nei grín, flaskan er stútfull.
Anna Heiða: Er í góðu yfirlæti hjá hjónaleysunum sem hafa í nógu að snúast í kringum mig :)
Karen: Byrjaði nú á því að Anna Heiða ákvað að segja mér ekkert hvenær hún myndi mæta á lestarstöðina! En hún sendir svo öflug hugskeyti að ég mætti á lestarstöðina kl. 17 upp á von og óvon að finna hana, hún kom með lestinni 17:08 =)
Anna Heiða: Þetta var ekki yfirveguð ákvörðun, ég var upptekin við að daðra við miðasölustrákinn þegar ég fattaði að ég hefði ekki tíma til að taka út pening og hringja í Karenínu áður en lestin kæmi. Svo ég kvaddi miðasölustrákinn og vonaði að Karen myndi hvað ég væri óáreiðanleg sem hún og gerði... og allir glaðir.
Karen: Anna er búin að drekka ógrynni af kaffi og bjór á meðan ég drekk ógrynni af hvítvíni og Pepsi Max.
Anna Heiða: Svo var ég nörruð á túristaslóðir í Sumarhöll drottningar á fölskum forsendum. Mér var sagt að konungsfjölskyldan væri þar í fríum og þar sem ég er í fríi gerði ég ráð fyrir að hitta hinn nýskilda prins Jóakim sem hefur einmitt sömu áhugamál og ég: hraðskreyða bíla og áfengisdrykkju. Það er hins vegar ekki von á konungsfjölskyldunni til Árósa fyrr en um jólin svo ég grét bitrum tárum í hallargarðinum :(
Karen: Ásamt því að standa við garðhliðið og kalla hástöfum "Jóaaaakiiiim, Jóaaakiiim, ég er líka siiingle". En fyrir utan að heimsækja kóngafólkið höfum við farið þrisvar á kaffihús, einu sinni út að borða og fimmtán sinnum í Bestseller. Fórum líka í mat til Ingu & Árna, agalega gaman & góður matur, takk fyrir okkur!
Anna Heiða: Ég sagði ekki að ég væri single, ég ætlaði að vera svona "hard to get", ég hefði aldrei sagst vera einhleyp! En mikið afskaplega eru danir fallegt og töff fólk. Ég á eftir að veslast upp í Þýskalandi eftir þessa heimsókn.
Karen: Og við eigum eftir að veslast upp í Árósum þegar Anna Heiða (og allt hennar drasl) yfirgefur okkur, erum búin að hlæja svo mikið að við verðum með harðsperrur í maganum næstu vikuna. Reyndar verður svo sem ágætt að losna við hana, hún er að drekka okkur út á gaddinn :c)
Anna Heiða: Det er ikke sandt! Men min dansk er meget bedre når jeg drikker lidt øl. Og det har været meget sjovt at være her hos mine venner som har uendilig øl i køleskabet. Men Karen og Grétar er meget bedre end øl...
Karen: By the way, Anna Heiða hélt æsiræðu þar sem hún gagnrýndi harkalega hvað Íslendingar væru sjónvarpssjúkir og búnir að selja sig raunveruleikaþáttum!
Anna Heiða: Það er allt að fara til sjónvarpsfjandans! Ég er brjáluð!
Karen: Takk fyrir komuna Heidung mín, þú ert best! En ég má alls ekki vera væmin af því Anna Heiða er svo cool ;c)
Anna Heiða: Det var meget dejligt at være hos jer. Þetta er búin að vera æðisleg ferð, það eru engir þjóðverjar sem komast með tærnar þar sem þau skötuhjúin hafa hælana. Og þjóðverjar eru 83 milljónir! Frábærir gestgjafar og miklu betri gestir en ég (þau komu tvisvar í heimsókn til mín) en samt tel ég mig vera velkomna aftur. Ástarþakkir fyrir mig... |