...nei grín ég er ekkert í fýlu, veit ekki einu sinni hvað fýla er, jú það er svona broskall með skeifu :c( óspennandi! Veit hins vegar að ég þarf að taka mig alvarlega á í því að dröslast framúr á morgnana. Hvað er að manni. Ef ég á ekki að mæta í tíma eða study group heldur bara sitja og læra allan daginn þá get ég ekki vaknað snemma, bömmer. Ég þarf kannski að venja mig á meiri kaffidrykkju, finnst kaffi mjög misgott og drekk því bara 1-2 bolla á viku (nú glotta eflaust mínar kaffilausu vinkonur :c) Ef ég myndi sjá fram á 3 kaffibolla á hverjum morgni sem myndu allir þrír gefa mér orku boost þá myndi ég kannski fara á fætur. En vitandi að ekkert bíður mín nema cornflakes skálin og námsbókin þá auðvitað sef ég bara! Hmm---þetta er pæling.
Úr kaffihugleiðingum í helgarhugleiðingar, í kvöld verður allsherjar cozykvöld með öllu tilheyrandi, video, nammi, flísteppi, kók og sæti kærasti minn c") Annað kvöld er svo lokahóf Sparkfélagsins Heklu, gratis matur og vín---hver getur sagt nei við því! Ekki ég, enda djammþyrst eftir síðustu helgi og veit af erfiðum nóvember vikum sem taka við. Svo styttist í að við fáum pabba & litlu systur hans Grétars í heimsókn, en þau koma í næstu viku. Einmitt sá hluti af nóvember sem verður skemmtilegur og auðveldur ;c) Hlökkum þvílíkt til að sjá þau. Góða helgi folks. |