Bloggstund er hafin :c) Síðasta helgi var alveg brilliant, byrjaði nú rólega með Startsemesterfest á kolleginu. Mjög slæm mæting, þannig að aðaldjammarar kollegisins héldu uppi stemningunni. Laugardagurinn var enn brilliant-aðri þar sem Árni kom og setti saman nýju tölvuna hana Birtu. Birta var skírð Birta þar sem hún fór fram úr okkar BJÖRTUSTU vonum og hleypir endalaust mikilli BIRTU inní líf okkar :c) Greyið Magnea magnaða er nú skyndilega orðin inferior, ljúfan búin að standa sig vel, skrifaði m.a. tvær B.S. ritgerðir fyrir okkur. Birta er alveg ótrúleg, skjárinn svo stór að Karenína.is fær alveg nýjar víddir. Svo blöstum við nýju THX hátalarana til að hefna okkar á bassa-crazy nágranna okkar múhaha you asked for it. Svo um kvöldið sameinuðum við matarboð og tölvupælingar, elduðum handa þeim hjónakornum, og höfðum það rosa gott og gaman. Árni á allan heiðurinn að henni Birtu (heitir líka Birta Árný), hefðum aldrei getað þetta án hans og munum seint geta þakkað greiðann. Súperþúsund takk fyrir alla hjálpina!!!
Annars er bara social lífið í toppi þessa dagana, matarboð hjá Bigga Stefáns annað kvöld, Tjörvi og Anna koma í mat á fimmtudaginn og svo Girls Partei hjá Tótu á laugardaginn. Eins gott að ég er komin í haustfrí því nú er allsherjar lærdómur á næstunni, eða þangað til Anna Heiðung mín kemur í næstu viku. Hlökkum svoooo til að sjá hana. Jæja, Idol er að byrja, pízát snúllurnar mínar. |