Já dagurinn breyttist óvænt í hinn besta dag eftir mail krísuna mína. Pabbi og Marteinn keyptu geggjaða íbúð á Laugaveginum sem er með 60 fm svalir :c) Í staðinn fyrir að kaupa okkur íbúð í framtíðinni tjöldum við bara á svölunum! Hrísla er kettlingafull þannig það verða spriklandi kettlingar á Frakkastígnum um jólin, guð hvað ég hlakka til. Algjörir englar litlir kettlingar. Besti hluti dagsins var þó að ég talaði í fyrsta sinn við Robin & Bonnie,krakkana sem ég passaði útí París, á msn, þetta var ótrúlegt. Hef ekki heyrt almennilega í þeim í 4 ár og allt í einu voru þau bara á msn. Chiao mes amies. |