Jæja mætt aftur í danska menningu eftir alveg meiriháttar Íslandsferð. Það var æðislegt að hitta alla og hafa það gott með fjölskyldu og vinum. Enda allir agalega hressir eftir sumarfrí/sumarvinnur og allt góða veðrið. Var dugleg að heimsækja fólk, alveg á spani allan tímann, en auðvitað var líka farið í sund, bíó, ísbíltúr, á kaffihús og aftur á kaffihús. Svo var alveg geggjað að fara á Reunion og sjá alla Verzlingana aftur, þvílíkt djammað og tjúttað. Besta djammið var þó bleika djammið síðustu helgi, þetta var alveg meiriháttar og við bleiku skvísurnar (ásamt Sigga) vorum á dansgólfinu nánast alla nóttina. Maður hefur ekki tjúttað svona þvílíkt mikið í marga mánuði. En ég held að vinninginn um besta hittið á Íslandi sé hún Anna Lovísa litla frænka, sem einmitt fékk þetta fallega nafn á meðan við vorum heima. Hún er alveg sætust og rosalega gaman að sjá hana. Takk öllsömul fyrir allt saman :c) Ég biðst afsökunar á öllum hóstanum :-/
En samt sem áður var mikið ljúft að stíga á danska grundu og koma heim til sín þrátt fyrir að íbúðin var í messi eftir ekki svo ljúfa danska verkamenn. Þeir sem sagt skiptu um blöndunartæki í eldhúsinu og inná baði og ákváðu bara að rusla til og skíta aðeins út, yey. Svo verður frábært að hitta aftur alla vinina hér.... og auðvitað byrja í skólanum og læra læra.
Annars er bloggsíðan eins árs um þessar mundir, þakka öll comment á þessu ári, svo gaman að heyra í ykkur. Eftir að hafa cirka bát reynt að muna eftir flestum afmælum á þessu ári (sorry þeir sem gleymdust) þá verður hér með afmæliskveðjum á blogginu hætt. Afmælisbörn verða að láta sér nægja email, póstkort eða símhringingu =) Eigið góða viku elskurnar. |