Lífið mjög ljúft hér á slóðum þessa dagana. Skólinn byrjar rólega hjá mér en fer nú að taka framúr mér á næstunni, þannig ég hef bara verið að einbeita mér aðeins meira að vinum mínum á elliheimilinu. En nú verður maður að fara að leggjast yfir bækurnar, mjög spennandi fög á þessari önn. Growth theory & Empirics, International Economic History, Labour Economics & End of the Transition in Eastern Europe.
Svo er jólaferðin plönuð, ekki seinna vænna svo maður fái sæti á skikkanlegu verði. Iceland Express auðvitað mjög sniðugir og gáfu okkur frímiða sem gildir ekki í desember og janúar damnit.
Var á kaffihúsi og í bænum með Ingu og er núna á leiðinni niður í kjallara í fællesspisning með kollegikrökkunum. Svo aftur kaffihús á morgun með Tótu....nóg skemmtilegt að gera =) Ha'r det godt alle sammen. |