Á morgun er stóri dagurinn, og hann verður bókstaflega stór. Vinna frá 7-13, lestarferð til Köben frá 15-18 og svo flug um kvöldið. Til þess að þurfa ekki að pakka einhvers staðar þarna á milli ætti ég kannski að fara byrja á því =) Fór nánast í bakinu í vinnunni í morgun, held það hafi eitthvað snappað :-/ Hef ekki mjög mikla krafta þegar kemur að því að færa fólk til, þyrfti að fara lyfta lóðum. Vona að bakið verði komið í lag fyrir átökin á morgun. Þarf líka að vera orðið gott þar sem ég þarf að knúsa svo marga í næstu viku!! Verð með sama gamla símanúmerið 896-2812. Hey vorum að setja inn myndir, svona ýmislegt frá sumrinu.
Jæja, ætla að setja Crazy In Love með Beyonce á fóninn, dansa inní stofu (eins mikið og bakið leyfir!) og pakka í tösku. Hlakka til að sjá ykkur....og góða skemmtun á menningarnótt! |