Heldur betur komin tími til að blogga, biðst afsökunar á þessari þögn, bara allt of heitt til að sitja við tölvuna! Já hér er sko heldur betur komið sumar, rúm 28 stig og glampandi sól alla daga. Algjör grillpottur! Enda erum við búin að fara eins oft niður á strönd og mögulegt er, geðveikt afslappelse. Bæði búin að grilla okkur, grilla kjöt með Tótu, Gumma, Einari Kári og Guðna Þór, borða brunch með Maríu, Pálmari og Tótu, og grilla okkur enn meira. Gaman gaman og litafrumurnar mínar heldur betur að taka við sér, komin tími til! Fórum í mat til Tjörva og Önnu á miðvikudaginn í nýju íbúðina í Lystrup, takk fyrir okkur, það var frábært :c) Einnig hjóluðum við í Tivolíið í góða veðrinu um daginn og hittum þar Maríu, Pálmar og Emilíu litlu prinsessu.
Gestagangurinn hefur líka tekið við sér, en um síðustu helgi voru Axel tengdapabbi og Þórdís hjá okkur. Það var rosalega gaman og brölluðum við ýmislegt skemmtilegt. Leigðum bíl og keyrðum út um allt, æðislegt að vera á bíl! Keyrðum til Randers og fórum í Randers Regnskov, frábær dýragarður þar sem er líkt eftir Afríku, Asíu og S-Ameríku. Mörg dýrin bara laus, þar á meðal snákar, og þvílíkt heitt og rakt inni. Svo keyrðum við til Ry og fórum upp á Himmelbjerget. Heimsóttum líka Silkeborg. Virkilega fallegir staðir. Fórum út að borða og oft á kaffihús....(sem er einmitt mælikvarði á gæði gesta haha :c)
Í gær kom svo uppáhaldið mitt hann pabbi, æðislegt að sjá hann. Ég þarf reyndar að vinna flesta daga á meðan hann er í heimsókn en sem betur fer bara til kl. 13. Svo kemur Marteinn aðfaranótt mánudags yey yey.
Birkir Snær einn sætasti peyji í bænum átti afmæli á miðvikudaginn og varð 1 árs, til hamingju aftur litla fjölskylda!
Svo er stóri dagurinn í dag hjá Ingu og Árna sem verða ekki lengur hjónaleysi þegar degi lýkur. Til hamingju elskurnar og eigið yndislegan dag. Hlökkum til að sjá ykkur í Arhus eftir viku =)
PS. Komnar myndir frá Þýskalandsferðinni og var að bæta við link á lítinn vin okkar hér í Arhus hann Magnús Erni Tjörvason.
PSS. Mikið var ég glöð að heyra af Verzló reunion 27.ágúst, ekkert smá heppin að vera akkúrat á landinu :c).... http://verzlo1999.blogspot.com/
|