Alveg brilliant að vera "heima" í gömlu góðu Smokey Bay. Eftir langt ferðalag heim þar sem mín svaf í hægindastól á Kastrup og svaf svo í lúxus suite á Hilton var mikið ljúft að koma samt sem áður ofurþreyttur heim í faðm fjölskyldnanna. Líka búin að hitta mínar yndislegu pink ladies og á sem betur fer eftir að hitta þær meira. Búin að torga uppáhalds Dominos Pizzunni og bragðarefnum. Verzló reunion á morgun, hlakka ekkert smá til að sjá framan í gömlu bekkjarfélagana úr 6-F og auðvitað alla hina. Líka gaman að sjá hvað vináttuböndin hafa haldist, maður er í raun bara að fara á djammið með same old vinahópnum. Sjaldan slitna sönn vináttubönd eins og þeir segja í Árósum. Aðalnýunginn í Smokey Bay var þó auðvitað litla frænka Hjaltadóttir, hið allra sætasta barn sem ég hef séð :c) Hlökkum mikið til að fara í skírnina næsta sunnudag. Chiao og góða helgi. |