Jæja komin tími til að láta í sér heyra hér á alnetinu, eftir vægast sagt geggjaða ferð til Wurzburg. Það er kannski bara best að skipuleggja ferðir sem minnst og hafa það sem reglu að leggja af stað um leið og maður ákveður að skella sér! Hmmm, þetta er kannski bara hægt þegar maður býr á meginlandinu. Allavega þá hefði ferðin ekki getað heppnast betur, jú hefðum helst þurft að fara út á réttri brautarstöð í Hamburg! Það besta var auðvitað að hitta Önnu Heidung uppáhaldið okkar, það er ekki annað hægt en að heimsækja hana í öllum borgum Þýskalands sem hún ákveður að dvelja í. Enda er ég enn að bæta upp fyrir að hafa ekki heimsótt hana þegar hún bjó í Wales og Frakklandi hehe.
Wurzburg er án efa ein fallegasta borg sem ég hef komið til, rosa flottar kirkjur og kastalar. Við vorum hrikalega miklir túristar og tókum yfir 200 myndir, oftast af Önnu Heiðu sem var að verða brjúluð haha. Loksins fékk ég að fara nóg á kaffihús, yey yey. Fórum svona 10 sinnum á kaffihús! Annars var bara sötrað hvítvín og bjór allan tímann ásamt þónokkrum kokkteilum. Við versluðum bara lítið, enda varla hægt að hanga í búðum í svona góðu veðri. Frábært að geta verið úti á hlírabol á kvöldin og losna við hina þrálátu rigningardropa í Arhus! Fórum m.a.s. í þýskt partý og í tivolí þar sem parísarhjólið varð fyrir valinu. Grétar og Anna Heiða svo tívolihrædd!
Mesta afrekið var samt án efa að fá ekki taugaáfall þegar við fórum út á vitlausri brautarstöð, það var hrikalegt. En með óvenjulegu jafnaðargeði, sem orsakaðist af því hve dofin við vorum sökum aðeins 3 tíma svefns nóttina áður, tókst okkur að redda þessu. Takk Anna fyrir að hafa rúllað upp gestgjafa hlutverkinu og takk fyrir okkur!
Að lokum, til hamingju með afmælið í fyrradag elsku Sara...better late bloggkveðja than no bloggkveðja! |