Ég er sick bastard. Át yfir mig í gær og kastaði svo upp í alla nótt. Eins gott hvað var gaman í gær að grilla með Tótu og Gumma og hafa síðan stelpubíó og strákabíó í sitthvorri íbúð. Engin af þeim er samt veikur, skil ekkert í þessu. Fór í ljósar strípur og klippingu í gær og það var nokkuð skondið að sjá í nótt hvernig andlitið var eins á litinn og strípurnar. Mér fannst það reyndar ekki fyndið þá. Verra er að ég átti kvöldvakt í dag og varð að afboða mig, arg, þoli ekki að vera frá vinnu vegna veikinda. Mottóið mitt í gær var: "það hafa allir gott af því að verða veikir af og til, til að gera sér grein fyrir hvað það er yndislegt að vera ekki veikur". Það var greinilega komið að mér. Mottóið mitt í dag: "Grétar viltu rétta mér kók" og "verkjalyf eru bestu vinir ykkar". |