Sunnudagur til sóma, ekki mikill sómi í því að drattast ekki framúr fyrr en hálf 11 þegar maður er í prófum, úps. Fyrsta prófið er 15.júní og ég bara hlakka svo til, uhumm. Ég hef sjaldan beðið jafn heitt og innilega fyrir rigningu og helst blindbyl í júní :c) Ef að veðurguðinn heyrir bænir mínar þá vitið þið sem eruð próflaus hér í Arhus hverjum það er að kenna ef veðrið er glatað he he. Ég hefði betur mátt kvarta aðeins meira yfir þessu eina munnlega prófi sem ég tók í lok janúar, því að nú eru öll þrjú prófin munnleg! Þar hafið þið það, ef þið kvartið yfir einhverju þá fáið þið það þrefalt í hausinn seinna.
Ég fór á tvær oplæring vaktir á elliheimilinu í síðustu viku. Það gekk sæmilega. Úff ekki auðvelt að vinna á dönsku! Eina fólkið sem ég hef bullað dönsku við í vetur eru krakkarnir á kolleginu. Núna þarf ég að gera mig skiljanlega við fólk sem í sumum tilfellum heyrir varla í mér og segir bara hva-ba!
Clarence fósturpabbi minn kom í heimsókn til okkar í fyrradag, var á smá flakki í Danmörku og gisti eina nótt hjá okkur. Það var alveg frábært að sjá hann. Við fórum út að borða og kíktum í bæinn þar sem var hálfgerð menningarnótt. Búðir opnar til miðnættis og hljómsveitir að spila. Voða stuð. Alltaf meiriháttar að fá gesti og alltaf jafn súrt að kveðja.
Chiao. |