Heppin með veður!
Já við prófálfarnir erum nú bara frekar heppin með veður þessa dagana, rigning og kalt (14 stig). Maður er svo fljótur að aðlagast, nú finnst manni þetta skítkalt! Þegar ég bjó í París og það var 30 stiga hiti í maí og júní þá var mér farið að finnast 15-20 stig frekar hráslagalegt :c) En við erum mjög þakklát fyrir kuldann og regnið, thank you sungod RA for keeping the sun behind the clouds.
Ok nú er ég hætt að blogga um veðrið í bili, dí ég er orðin eins og eldgömul blogg-kona, tala bara um veðrið! Talandi um blogg þá erum við vinkonurnar komnar með sameiginlegt blogg, geðveikt gaman. Rannveigu minni datt þetta í hug og nafnið á okkur er The Pink Ladies. Ekkert annað viðeigandi fyrir svona sætar bleikar skvísur :-) Nú get ég fylgst betur með hvað skvísurnar mínar eru að bralla á Fróni. Check it out hér til vinstri.
Axel tengdapabbi átti afmæli í gær, til hamingju með daginn! Jæja best að snúa sér aftur að þjóðhagfræði þróunarlanda, bæjó spæjó. |