Bletzuð! Prófin greinilega að viðhalda blogg-duglegheitum, um leið og maður
tekur sér smá pásu þá er ekki kíkt á tölvuna. Enda svo gaman að segja ykkur
frá mínu meiriháttar skemmtilegu lífi þessa dagana c") eða bara láta
vorkenna sér hmmm haa. Annars hafa prófin gengið ágætlega en allra erfiðasta
prófið eftir. Samt gat ég ekki fengið mig til að læra fyrr en í dag,
ótrúlegt hvað duglegur skammtur af sjálfsblekkingu getur gert! Búin að fara
í bæinn, í mat til Tótu og Gumma, vinna á ellimannaheimilinu og glápa á
fótbolta.
Annars erum við bara mikið lukkuleg með nýju frænkuna, mikið er hún sæt og
krúttleg =) Til hamingju enn og aftur Hjalti Páll og Kiddý! Hlökkum
endalaust mikið til að koma heim og byrja strax að dekra hana eins og sönn
"uncle & aunt" eiga að gera.
Gleymi alltaf að segja frá nýjum myndum. Grétar setti inn myndirnar úr
páskafríinu fyrir löngu....finnst ykkur þær ekki fínar? =)
Þvílíkt sem ég var öflug hérna í byrjun júní að biðja um rigningu og vont
veður í próftímabilinu, vissi ekki að ég væri svona göldrótt. Búið að rigna
nánast á hverjum degi og vænar þrumur og eldingar inná milli. Danirnir
skilja ekkert í þessu og próflausu vinir okkar blóta mér eflaust í sand og
ösku. Sorry. Er strax byrjuð að beita reverse weather stjórntækjum svo
sumarið komi um leið og ég klára. Svona lærir maður á að lesa Harry Potter. |