1 down, 2 to go
Fór í fyrsta prófið í gær og gekk svona líka vel, fékk 9! Það er sama og 8 á íslenskum skala =) Mjög fegin. Var samt þvílíkt óheppin með spurninguna sem ég dró, týpískt. Bókin er 800 bls. og ég dró spurningu um líkan sem spannar 3 bls. í bókinni og er nánast ekkert útskýrt. Alveg var ég brjáluð. Kennarinn frekar fyndin týpa, eftir að hafa talað ensku í prófinu kom hann svo fram 5 mín. eftir prófið og tilkynnti mér á dönsku að ég hefði fengið 9 og útskýrði í löngu máli hvernig ég hefði staðið mig =)
Eftir prófið fékk ég Tótu með mér á kaffihús, alveg yndislegt að komast aðeins út og gera eitthvað skemmtilegt. Úff hvað er erfitt að byrja að læra undir næsta próf, finn mér allt annað til að gera áður. Verð t.d að monta mig af búðarferðinni okkar í gær, það er sko merkilegt hvað fátækir námsmenn geta komist af án bíls og bara á tveimur jafn-hringsnúandi dekkjum =) Fylltum 5 risastóra poka af mat, þar á meðal 6 lítrum af kóki og 6 lítrum af mjólk! Svo hjólar maður heim, 1 poki í körfunni og 2 á sitthvoru stýri og kassi með 3 pizzum á bögglaberanum. Frekar dugleg. Jæja nú er ég komin í ógöngur, hætt að blogga um veðrið og byrjuð að blogga um innkaupaferðir. Over and out. |