Hej hej. Hvað segið þið? Ég er mjög hress, þar sem ég og Tjörvi erum búin með ritgerðina! Alveg frábært að hún sé búin, náði m.a.s. 40 bls; búin að vera að vinna í þessu síðan eftir páska. Hinar bækurnar orðnar nokkuð rykfallnar upp í hillu. Kominn tími til að snúa sér aftur að þróunarhagfræði og hagrannsóknum, úffpúff.
Ég var svo upptekin að tala um royal wedding í síðustu bloggum að ég gleymdi alveg að segja frá hvað við gerðum Eurovision kvöldið. Fórum sem sagt í mat til Tjörva og Önnu þar sem þau buðu upp á hamborgara-hrygg (eins og ég sagði þegar ég var en små pige), namm hvað þetta var ljúffengur matur. Það var rosalega gaman og ekkert nýtt að Evrópa gleymir Íslandinu kalda.
Í fyrradag skrapp ég í afmæli til Einars Kára, 4 ára töffari sem Tóta og Gummi eiga. Alltaf fjör í barnaafmælum og alveg nammi góðar kökur, takk fyrir mig! Við látum nú Tótu og Gumma ekki vera þessa dagana, þau eru svo skemmtileg. Fengum þau með okkur á Sunset Boulevard (Subway wannabe) og í bíó að sjá Troy í gærkvöldi. Súper gaman og wow man hvað ég fékk ekki illt í augun af því að horfa á þá félagana, Akkiles, Hektor og Paris =)
By the way setti nýja linka inn, á hana Ástu Björk vinkonu, krúttleg email kort (sem þið megið vera dugleg að senda mér tíhí) og hinn frábæra Bubble leik - check it out. Leiter hómís. |