Danmörk fagnar í dag enda er stóri dagurinn runninn upp. Hans kongelige højhed kronprins Frederik gengur að eiga áströlsku þokkadísina Mary Donaldson. Ég verð nú að segja að ég er svo ánægð að þetta á sér stað þegar ég bý í Danmörku því það er búið að vera hin skemmtilegasta upplifun að fylgjast með dönsku þjóðinni snúa sér á hvolf út af þessu brúðkaupi hvað varðar spenning og undirbúning. Fólkið elskar konungsfjölskylduna! Sem dæmi má nefna að ég sá frétt um eitt bakarí hérna í Arhus sem býst við að selja 4.000 sérhannaðar brúðkaupstertur sem fólk ætlar að gæða sér á þegar horft er á brúðkaupið. Ég hlakka mikið til að horfa á þetta í dag, ekki á hverjum degi sem maður horfir á brúðkaup sem kostar 2 milljarða ISK. Ég fer til Maríu í smá stelpu-brúðkaups-gathering, verður voða gaman. Vonandi helst þurrt í Kaupmannahöfn!
Til lykke med det royale bryllup! |