My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

miðvikudagur, apríl 14, 2004
Vá það eru 2 vikur síðan ég bloggaði! En ég er ekki af baki bloggsins dottin, ónei bara búin að vera fröken gestgjafi síðustu vikur. En það má með sanni segja að þetta var skemmtilegasta páskafrí af þeim 23 páskum sem ég hef lifað. Sigþór og Aðalheiður gistu eina nótt hjá okkur helgina fyrir páska. Það var mikið stuð á okkur, endalaust verið að grrrííínast! Frábært að sjá þau og fínu bumbuna þar sem Sigþórsdóttir dvelur fram í júlí. 15 mínútum eftir að þau kvöddu birtust Binni og Fríða. Þau kíktu í stutta heimsókn og var líka meiriháttar að sjá þau.

Jæja svo komu pabbi og amma Begga á þriðjudeginum fyrir páska, Begga frænka og hennar gæji Pétur komu á miðvikudaginn og mamma, Jón og Harpa Rún komu á föstudaginn langa. Wow man hvað var gaman! Í stuttu máli fórum við (mismunandi samsetningar af fólki) í Den Gamle By, Aros myndlistasafnið, tvisvar í Tivolíið, í bæinn, í mollið, út að borða, á kaffihús, í heimsóknir og borðuðum góðan MAT! Páskamaturinn var snæddur niðrí fællesrummi, 11 fullorðnir og 2 börn. Vó hef aldrei haft svona marga í mat, uhumm enda eldaði ég ekki :0) Þetta heppnaðist allt svo vel og var yndislegt. Nú eru allir farnir og þvílíkt tómlegt í kotinu, sniff sniff. En ört hlýnandi veður, sól á hverjum degi, nóg af lærdómi og Arhus-vinir koma manni fljótt í gang aftur eftir fríið. Ástarþakkir til allra fyrir komuna og fyrir okkur!

PS. Stelpurnar unnu kvikmyndagetraunina á Tour des Chambres sem var alveg geggjað partý. Danskan mín fór ört versnandi eftir því sem prómílmagnið í blóðinu jókst...."jeg har små bener" þýðir ekki "ég er smábeinótt" og "jeg har en samvittighed" þýðir ekki "ég er með samviskubit". Man þetta næst.

PSS. Í tívolíinu hittum við Jóakim prins og Alexöndru prinsessu, stukkum næstum því úr einu tækinu til að hlaupa á eftir kóngafólkinu! Varð fyrir þvílíkum vonbrigðum þegar ég sá hvergi krónprinsinn og Mary.... ;)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009