My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

mánudagur, apríl 19, 2004
Mánudagur til mæðu. Nei nei hvaða neikvæðni er þetta, bara 4 dagar fram að helgi, he he. Helgin var mjög fín, var ekki nógu dugleg að læra. Það er allt of erfitt að koma sér af stað aftur eftir allan gauraganginn um páskana. En nú verður maður bara að spýta í lófana, mikill lestur og verkefnavinna framundan. Prófin byrja reyndar ekki fyrr en um miðjan júní. Ég og Tjörvi bekkjarbróðir minn þurfum samt að skila langri ritgerð í lok maí, úff púff.

Fór í stelpupartý hjá Sölku á laugardaginn, alveg frábært. Gaman að hitta svona margar hressar stelpur og æðislegar veitingar, takk fyrir mig! Eftir partýið fór ég heim en þar var bretinn okkar á kolleginu með afmæli niðrí fællesrumi. Kíkti þangað og bullaði aðeins í strákunum á dönsku, ble ble. Sagði þeim m.a. Tiger söguna hans Grétars. Holger sagði að hún væri "årets bedste historie". Það vildi líka svo vel til að Grétar var einmitt í Tiger sokkunum sínum og gat sýnt þeim klærnar ha ha.

Ég er að fara að skipta um símafyrirtæki og símanúmer. Aðallega út af því að hjá Telmore kostar 40 ISK að senda sms til Íslands en hjá Sonofon kostar það sama og að senda í dönsk númer, þvílíkur lúxus. Nú get ég loksins farið að dæla sms-um á heimafólkið. Hvernig þrífst þessi verðmunur á samkeppnismarkaði??!! Önnur ástæða er sú að ég hef verið að fá undarleg sms frá einhverjum dönskum strákum, veit ekkert hverjir þeir eru. Hvað er með áreitið hérna í Baunalandi, kræst! Þeir eru samt kannski bara með skakkt númer. Einn þeirra talaði inn á talhólfið mitt um helgina, hljómaði eins og 15 ára smápeyji. Þegar vinir okkar á kolleginu fréttu af þessu brjáluðust þeir og byrjuðu allir að kreppa hnefana, mjög fyndið. Þeir tóku niður númerin og ætluðu að hafa upp á þessum gæjum og "banka" aðeins á þá. Ég vona nú að þeir hafi ekki gert neitt heimskulegt :-) Adios mes amigos.

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009