My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

mánudagur, apríl 26, 2004
Múhahaha aftur kominn mánudagur. Helgin var róleg, bara lærdómur og sjónvarpsgláp, mjög nice. Monday-news I: ég er komin með vinnu í sumar! Fékk vinnu á elliheimili hér í grenndinni (er 4 mín að hjóla þangað). Verð að viðurkenna að ég var mjög stolt og montin þegar yfirmaðurinn hringdi í mig þar sem þetta var fyrsta atvinnuviðtalið sem ég fór í hérna og bara fyrsta sinn sem ég fer í atvinnuviðtal á erlendu tungumáli :c) Þetta er reyndar ekki mjög mikil vinna en það er akkúrat það sem ég vildi, geta unnið aðeins og líka tekið sumarfrí til að njóta góða veðursins á ströndinni. Ströndin er einmitt rétt hjá okkur ;-) Ég gæti reyndar þurft að vinna meira ef það verða veikindi og svoleiðis, þá er hringt í mig og ég fer ef ég get. Svo get ég líka unnið þarna með skólanum næsta vetur ef ég hef tíma. En ég er mjög ánægð með þetta, held þetta verði krefjandi þar sem ég hef aldrei unnið við þetta áður, gefandi og alveg brilliant upp á dönskuna. Kvíði samt aðeins fyrir líka, úff gamalt fólk að reyna að skilja dönskuna mína....

Monday news II: þetta er ótrúlega lítill heimur! Ég horfði á þátt í "America's Next Top Model 2" í síðustu viku og viti menn, ein af stelpunum sem voru valdar til að taka þátt er gömul vinkona mín síðan ég bjó í Bandaríkjunum. April Wilkins var með mér í bekk fyrir 12-13 árum síðan og við vorum í sama vinahópi. Ég fékk áfall þegar ég sá hana á skjánum! Mjög skemmtilegt og frekar ótrúlegt miðað við mannfjöldann í USA og fjölda stelpna sem sækja um að fara í þennan þátt.

Þeir sem eru í prófum eða verkefnum, gangi ykkur vel að læra! Gleðilegt sumar allir og takk fyrir veturinn c"*)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009