Í gær hjólaði ég niður í bæ. Brunaði niður bröttu brekkuna með dúndrandi tónlist í eyrunum, sólina í hnakkanum og hlýjan vindinn í vanganum, á leið í klippingu og strípur. Er ég einföld sál að gleðjast þvílíkt yfir slíkri hjólaferð? Anna Heiða vinkona þyrfti eiginlega að svara þessari spurningu þar sem það hefur verið mikil ádeila okkar á milli undanfarin ár um hvort ég sé einfaldur eða flókinn karakter. Ég vil sem sagt meina að ég sé einstaklega flókin og óútreiknanleg persóna.
Næsta laugardag er Tour des Chambres=herbergjaflakkpartý. Við hlökkum mikið til og erum að spá í að gefa Dönunum smá innsýn inn í skemmtanagleði Kóps og hafa kvikmyndagetraun. Einhverjar hugmyndir að góðum setningum? Verður að vera eitthvað einfalt, þessir Danir ekki nógu duglegir að glápa á bíómyndir.
Á sunnudaginn koma síðan Sigþór og Aðalheiður vinir okkar og vígja þar með páskaheimsóknirnar miklu. Þau gista reyndar bara í eina nótt hjá okkur en það verður frábært að sjá þau. Ég er reyndar ekki komin í páskafrí eins og Grétar, skóli á morgun og mánudag, demit!
Búin að vera pínu slöpp í dag þannig að ég ákvað að hita mér kaffi með kakó og rjóma útí. Nammi namm, er að spá í að opna kaffihúsið "Karenína í ögri - swiss mokka á 100 kr."
Datt í hug að hætta að blogga. Fæ svo sjaldan e-mail að það er orðið hálfneyðarlegt að fara inn á póstinn minn. Finnst inboxið nánast hlæja að mér öll þessi skipti sem ég sé "0 new mails". Flest e-mail eru ljóðin frá pabba og frá fólki sem les ekki bloggið. Svo eru auðvitað einhverjar undantekningar, þið takið það til ykkar sem eigið :-). Email-killer þetta blogg.
Góða helgi og knús frá Arhus c"*) |