|
|
Vikan er hálfnuð hér í Arhus (og eflaust annars staðar líka) þannig að það styttist í helgina. I love the weekend! Síðasta helgi var gott dæmi um það hvað helgar geta verið frábærar =) Sú helgi var alveg einstök! Við skemmtum okkur konunglega með Rannveigu og sýndum henni hvað lífið er ljúft hér í Arhus. Á föstudaginn þurfti ég því miður að mæta í einn fyrirlestur þannig að Grétar passaði upp á að Rannveig færi sér ekki að voða og fór með hana í bæinn í búðarleiðangur. Það er alltaf langöruggast að fara bara í búðir :-) Eftir að þau voru búin að bralla ýmislegt skemmtilegt í bænum og gera grín að misfallegum klæðnaði hittu þau mig á Fredagsbarnum. Vinir okkar Bjarki og Tod fengu sér bjór með okkur og fengu að kynnast gestinum okkar. Við lágum síðan afvelta allt föstudagskvöldið eftir dýrindis hvítlaukspasta. Á laugardaginn gat ég nú farið með í búðir og tókst m.a.s. að kaupa mér peysu! Eftir mikið búðarráp tókst mér að draga þau verslunaróðu á kaffihús, uppáhaldið mitt! Um kvöldið var farið út að borða á "White Elephant" og síðan á Irish Pub. Held ég hafi hlegið mánaðarskammtinn á írska barnum, það var alveg meiriháttar gaman. Við gerðumst ekta túristar á sunnudaginn og fórum til Marselisborgar sem er sumarhöll drottningarinnar. Þar var mjög fallegt og ég á pottþétt eftir að fá Grétar með mér þangað í picnic og sólbað í vor. Eftir endalaust labb og við stelpurnar orðnar nánast bláar af kulda fórum við á krúttlegt kaffihús niðrí bæ, uppáhaldið mitt! Þaðan lá leiðin á Mackie's Pizza nammi namm góðir hamborgarar! Um kvöldið var afslöppun, pool, fótboltaspil og borðtennis. Ég var dolfallin yfir hæfileikum Rannveigar í pool, þar sem ég get varla hitt hvítu kúluna! Það munaði reyndar litlu að við skvísurnar sigruðum Grétar í fuzball vegna einstakra hæfileika minna í sókninni :-) Eftir frábæra helgi neyddumst við til að knúsa Rannveigu bless á mánudaginn. Takk fyrir komuna elskan mín, það var æðislegt að sjá þig!
|
|
| |