My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

miðvikudagur, mars 03, 2004
Vikan er hálfnuð hér í Arhus (og eflaust annars staðar líka) þannig að það styttist í helgina. I love the weekend! Síðasta helgi var gott dæmi um það hvað helgar geta verið frábærar =) Sú helgi var alveg einstök! Við skemmtum okkur konunglega með Rannveigu og sýndum henni hvað lífið er ljúft hér í Arhus. Á föstudaginn þurfti ég því miður að mæta í einn fyrirlestur þannig að Grétar passaði upp á að Rannveig færi sér ekki að voða og fór með hana í bæinn í búðarleiðangur. Það er alltaf langöruggast að fara bara í búðir :-) Eftir að þau voru búin að bralla ýmislegt skemmtilegt í bænum og gera grín að misfallegum klæðnaði hittu þau mig á Fredagsbarnum. Vinir okkar Bjarki og Tod fengu sér bjór með okkur og fengu að kynnast gestinum okkar. Við lágum síðan afvelta allt föstudagskvöldið eftir dýrindis hvítlaukspasta. Á laugardaginn gat ég nú farið með í búðir og tókst m.a.s. að kaupa mér peysu! Eftir mikið búðarráp tókst mér að draga þau verslunaróðu á kaffihús, uppáhaldið mitt! Um kvöldið var farið út að borða á "White Elephant" og síðan á Irish Pub. Held ég hafi hlegið mánaðarskammtinn á írska barnum, það var alveg meiriháttar gaman. Við gerðumst ekta túristar á sunnudaginn og fórum til Marselisborgar sem er sumarhöll drottningarinnar. Þar var mjög fallegt og ég á pottþétt eftir að fá Grétar með mér þangað í picnic og sólbað í vor. Eftir endalaust labb og við stelpurnar orðnar nánast bláar af kulda fórum við á krúttlegt kaffihús niðrí bæ, uppáhaldið mitt! Þaðan lá leiðin á Mackie's Pizza nammi namm góðir hamborgarar! Um kvöldið var afslöppun, pool, fótboltaspil og borðtennis. Ég var dolfallin yfir hæfileikum Rannveigar í pool, þar sem ég get varla hitt hvítu kúluna! Það munaði reyndar litlu að við skvísurnar sigruðum Grétar í fuzball vegna einstakra hæfileika minna í sókninni :-) Eftir frábæra helgi neyddumst við til að knúsa Rannveigu bless á mánudaginn. Takk fyrir komuna elskan mín, það var æðislegt að sjá þig!

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009