Karenína er komin aftur á hjólið eftir smá pásu! Nú þeysist ég enn á ný samferða vindinum í átt að skólanum. Mjög gott að hrista loksins af sér strætó-slenið. Í dag fékk ég MP3 spilarann hans Grétars lánaðan og þvílíka endemis snilldin! Alls konar frábær tónlist ómaði í eyrunum- Tina Turner, Creed, Coldplay, Norah, 50 cent...... já þessi fjölbreytti tónlistarsmekkur Grétars er góður. Mér fannst ég mega cool þegar 50 rappaði "I don't know what you've heard about me, but you ain't gett'n a dollar out of me...jó jó dó" :-) Held samt að rappið hefði ekki platað marga, lille Karen með hvítu prjónahúfuna sem er bundin undir hökuna með slaufu, svooo kalt hérna!
Annars er búið að vera voða gaman þessa vikuna. Bjarki kíkti í mat til okkar á þriðjudaginn og svo horfðu þeir drengir á Manchester United-Porto (ég fylgdist með með öðru auganu). Greyið United! Svo á miðvikudaginn fórum við í mat til Helgu vinkonu og fengum dýrindis fiskrétt. Þar fékk ég nokkuð mörg vítamín sem mig hefur skort LENGI....ekki oft fiskur á þessu heimili. Mjög oft pasta með mexicano sósu...nammi namm. Í gær kom svo Tóta vinkona í heimsókn og fékk blogg-læknismeðferð hjá Neo/Grétari html-gúrú.
Félagslíf vikunnar er enn blússandi. Helgin átti að vera svo róleg og bara lærdómur og afslöppun. Neibbs, auðvitað verður kíkt út í kvöld og það að hlusta á kunningja okkar spila með hljómsveitinni sinni! Danskur strákur sem er með mér í skólanum, Torben, er sem sagt söngvari og gítaristi í rokk-hljómsveit og er að spila á einhverjum kollegi-bar í Suður-Árósum. Við, Tod og dönsk kærasta hans Louise ætlum að fara og fá okkur nokkra öllara og syngja með =) It's your birthday, it's your birthday....in da house, east coast jó. Pís át man. |