|
|
Jæja ætli sé ekki kominn tími til að láta heyra í sér. Allt gott að frétta héðan og við erum hress að vanda. Stebbi kíkti á okkur hjónaleysin í síðustu viku. Eftir að hafa farið og hitt vinkonurnar í lunch-saumaklúbbnum og átt frábæran lunch með þeim pæjum fór ég að sækja Stebba. Mikið var gaman að sjá drenginn koma labbandi á móti mér á lestarstöðinni. Hann gisti í eina nótt og það var alveg blússandi stemning hjá okkur. Takk fyrir komuna elsku Stebbi minn c"*)
Hey fréttir af Ugly Kid Joe = Pakistana psycho. Það á að reka hann úr skólanum!! Það var mikið að skólayfirvöld fengu nóg af honum. Hann hefur sem sagt ekki látið segjast eftir aðvörunina sem hann fékk frá skólayfirvöldum í desember. Hann hefur hins vegar gerst kræfari og farinn að vera enn meira creepy (ef það var hægt). Hann er farinn að bjóða stelpum pening til að fá að sofa hjá þeim og senda mail til stelpna þar sem hann segist elska þær og að hann vilji sofa hjá þeim. Algjört ógeð. Hann var greinilega bara ljúfur og rólegur hérna fyrir jól miðað við þetta. Hann er voða aktívur í fyrirlestrum núna, spyr kennarana spjörunum úr og alltaf mjög heimskulegar spurningar. Þegar einhver annar hefur spurt að einhverju heyrist í Paka "this question is ambiguous?". Svo hendir hann stundum pennum í fólk.
Blogg-heiðursverðlaun mánaðarins fá Tóta og Gummi fyrir að hafa boðið okkur í dýrindis kvöldverð sl. laugardagskvöld og dúkkað óvænt upp hjá okkur á sunnudaginn með pönnukökur! Þvílíkir meistarar! Það var æðislega gaman á laugardaginn og pönnukökurnar voru algjört nammi c") Takk takk!
Jón Þór uppáhalds frændi minn fermdist síðustu helgi, til hamingju elsku frændi! Svo á hún mamma mín afmæli í dag, skvísan er 45 ára. Til hamingju með daginn elsku múttakrútta! Greyið mamma, helaum og marin á afmælisdeginum eftir karate-æfingu í gær - no ordinary mother he he. |
|
| |