Chinese sweet and sour disaster! Já stundum er maður einfaldlega óheppinn. Ég fór í búðarferð áðan og kom heim með tvo poka, annar þeirra var stútfullur og níðþungur þar sem sá poki var í körfunni á hjólinu. Ég lagði þá frá mér á stéttina fyrir framan útidyrahurðina til að opna en þá úps, haldið þið ekki að krukka með sweet and sour sósu hafi rúllað útúr stútfullum pokanum og splash, sósa og grænmeti yfir alla stétt og tröppur! Í smá stund langaði mig bara til að hlaupa upp og þykjast ekkert kannast við þetta. En jæja, hefði svo sem ekki viljað láta komast upp um mig og vera kölluð Karen sweet and sour klaufi :-) Þannig að tuskan var tekin út og ég reyndi að ná mest öllu upp, ullabjakk. Þegar ég kom aftur niður eftir að hafa farið inn að skila pokunum og ná í tusku þá hafði einhver skrifað á töfluna "hvem har tabt Uncle Ben". Ótrúlega snögg samskipti á þessu kollegi.
Fékk óvænt sms á föstudaginn frá Stebba Karls, já minn bara mættur til Danmörku og á leiðinni til Holstebro. Er hérna út af vinnunni og að heimsækja fólk - þ.á.m. mig og Grétar! Þannig að Stebbi mætir hingað á morgun og ætlar að gista hjá okkur eina nótt. Hlakka alveg rosalega til að sjá strákinn! Reyndar ætluðu Arnar og Dröfn líka að koma í heimsókn til okkar í þessari viku en því miður breyttust aðeins ferðaplönin þeirra og þau komast ekki til Arhus í þetta sinn.
Jón, maðurinn hennar mömmu, átti afmæli í gær. Til hamingju til hamingju! Ég sló á þráðinn heim til að heyra í afmælisbarninu, múttu og litlu systur, alltaf jafn gaman að heyra í fólkinu heima. Reyndar eru bara 3 vikur þangað til að ég hitti alla fjölskylduna, maður er bara ekki látinn í friði hérna í útlandinu he he :-) Pabbi og amma Begga koma út 6. apríl og verða í 6 daga. Svo koma mamma, Jón og Harpa Rún á föstudaginn langa og verða í 5 daga. Mamma og co. gista reyndar hjá börnunum hans Jóns á meðan pabbi og amma eru líka, ekki pláss fyrir alla á Dybbølvej. Þannig að í 4 daga verða 5 manns í heimsókn hjá okkur = 5 páskaegg? |